Hæðaraðlögun 1. búðir

Ingvar að klifraJæja við erum komnir aftur í grunnbúðir, stöndum á blístri eftir 3 rétta máltíð sem endaði á skyrtertu!

Ótrúlegt að þetta skuli koma úr eldhúsi sem er staðsett í húsarúst. Fórum í fyrradag upp í efri grunnbúðir sem eru nú reyndar bara tvö tjöld sem við settum upp sjálfir deginum áður. Þær eru í 5.400 m. þaðan fórum við í gær upp í búðir eitt sem sherparnir okkar höfðu komið fyrir í 5.800 m. hæð. Viðar fékk mikinn hausverk þegar við komum þangað en það var orðið áliðið dags og ekki unnt að ná niður fyrir myrkur þannig að hann þurfti að vera uppi og átti svefnlitla nótt. Í morgun sneru Tony og Viðar niður í grunnbúðir en við Simon fórum næstum upp í Turninn sem er fyrsta erfiða klifrið á leiðinni. Þetta gekk mjög vel en myndatökugræjurnar sem ég er búinn að bera á bakinu allann tímann fóru að síga í. Það var gott að fá smá æfingu í að nota júmmara, það er svona græja sem  maður festir í klifurbeltið sitt og færir svo upp línu með hendinni. Júmmarinn læsist um línuna þannig að maður getur ekki dottið, skiljú.  Þið getið skoðað myndina stærri með því að smella á þessa.
Meira á morgun.

kveðja,
Viðar og Ingvar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva Dögg Ingvarsdóttir

Mjög ánægð að lesa um júmmarann, gott að geta ekki dottið! Fylgist með ykkur hér á hverjum degi, gangi ykkur vel -vona að Viðar lagist af hausverknum strax.

Bestu kveðjur

Eva Dögg Ingvarsdóttir, 12.10.2007 kl. 17:32

2 identicon

Eg sit i godu yfirlaeti a flugvellinum i Bangkok.. fekk nudd adan og dyrindis morgunmat medan eg bid eftir velinni til Kathmandu. Er a business class og thad vantar bara rauda dregilinn... thetta kallar madur thjonustu. 

Hulda Gisladottir (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 01:36

3 identicon

Uff sja thessa mynd.. thetta er svakalegt. Vona ad Vidari minum batni sem fyrst..

Hulda aftur (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 02:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband