Lífið í Kathmandu

Hæ,

Kathmandu er eins og Reykjavík á sýru! Hér ægir öllu saman. Fórum og skoðuðum Monkey temple sem er helgistaður Búddista og Hindúa. Gjaldmiðillinn Rupan er mjög svipuð gagnvart dollar og krónan. Meðallaun verkamanns er um 200 kall á dag. Hátt settir ríkisstarfsmenn hafa 1000 dollara á mánuði. Þannig að hér er mikil fátækt en yndislegt fólk.

Við lifum auðvitað eins og kóngar, förum út að borða fyrir 600-2000 kall. Klipping, rakstur, nudd, höfuð og bakhnykking er á 400. Fjórar Viagra 150! og það án lyfseðils! Ákváðum þó að sleppa því :) Fjárfestum hinsvegar í búddastyttum og skyldum varningi.
Vorum á ferðinni í gær með guide og driver, lentum í smá mótmælum og þurftum að aka yfir logandi bíldekk. Annars er maður mjög öruggur hér og finnur ekki fyrir neinum óróa en pólitíska ástandið er eldfimt.

Annars er bara komin spenna í mannskapinn að komast út í náttúruna. Fljúgum á morgun til Lukla og byrjum að rölta. Simon kemur hingað í næstu viku og við hittum hann í Pangboche.

Kærar kveðjur til allra á klakanum !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ótrúlega gaman að fá að fylgjast með ykkur svona. Frábært að heyra í Viðari í morgun. Hlakka til að sjá og heyra meira :) 

kv. Stuðningskonan

Hulda Gísladóttir (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 18:15

2 identicon

.. og já takk, mig langar í búddastyttur og skyldan varning í húsið okkar nýja í sveitinni

Hulda Gísladóttir (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 18:34

3 Smámynd: Eva Dögg Ingvarsdóttir

Sammála Huldu, frábært alveg að fylgjast með ykkur svona á hverjum degi! En vóó logandi bíldekk, það er ekkert annað -hættuförin er hafin og klifrið ekki einu sinni byrjað. Gott að þið gátuð notið þess að vera kóngar í einn dag Baráttukveðjur frá okkur...Sunna er voðastolt af afa!!

Eva Dögg Ingvarsdóttir, 27.9.2007 kl. 22:54

4 identicon

já haha, ég er einmitt að reyna að sjá fyrir mér ökuferðina yfir logandi dekkið.. vonandi að það hafi náðst á filmu, gott input í myndina.. öss

Hulda Gísladóttir (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 23:04

5 identicon

Sennilega var það skynsamlegt af ykkur að láta Víagra eiga sig ...

En annars, gangi ykkur vel þarna uppá topp.

GHs (IP-tala skráð) 29.9.2007 kl. 12:22

6 identicon

Heldur þú það já... ég held að það væri sniðugt að vera með svoleiðis.. ég meina... hvað ætlaru að gera ef þú klárar ísskrúfurnar ?!?

Gummi St (IP-tala skráð) 29.9.2007 kl. 13:21

7 identicon

Hahahaha ... já Gummi litli, það gæti virkað. En sumir hafa líka reynslu af því að fljúga "fetlalausir" niður í mót án Viagra (að ég held allavega)!

GHs (IP-tala skráð) 29.9.2007 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband