Búðir 1

Hulda Gísladóttir skrifar:

Ég heyrði aðeins í Viðari í dag. Þá voru þeir í búðum 1 í 5900m og í góðu stuði. Þeir gista þar uppi í nótt og fara aftur í grunnbúðir á morgun og taka hvíldardag.

Ferðalagið mitt byrjar eftir nokkra klukkutíma en þá flýg ég út. Á laugardag verð ég komin til Kathmandu. Þar gisti ég eina nótt á hóteli og flýg á sunnudagsmorgun til Lukla. Þaðan geng ég upp í grunnbúðir Ama Dablam en það á að taka ca. 5 daga. Þar hitti ég fjallagarpana loksins. Simon Yates sendi mér nákvæmar leiðbeiningar í tölvupósti. Ég verð sótt á flugvöllinn í Kathmandu og skutlað allt sem ég þarf/vil fara, enda víst ráðlegast að fara varlega þar. Í Lukla á fólk von á mér og fæ ég fylgd sherpa í hæðaraðlögunar prógrammið og upp í grunnbúðir. Ég finn fyrir tilhlökkun en það vottar líka fyrir smá stressi, uss uss, alls ekki laus við það. En þetta verður gott og gaman og yndislegt og lærdómsríkt. Ég bara veit það Smile

Þangað til næst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góða ferð út og gangi þér vel !

Gummi St (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 00:03

2 identicon

Gangi þér rosalega vel Hulda, hlakka til að fá ferðasöguna.

Sandra Huld Jónsdóttir (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband