Komnir til Pangboche

AmaDablamTHHalló erum nú í Pangboche 3.986m og bara góðir á því, gengum hingað frá Namche á 6 tímum. Stoppuðum aðeins í klaustrinu í Tengboche en því miður var ekkert í gangi. Einn stakur munkur opnaði þó fyrir okkur og við kyrjuðum smá. Enginn hausverkur eða annað í gangi en maður finnur fyrir hæðinni.
Það er ótrúlegt að upplifa þessa stemmingu í þessum dal, þar sem allt er flutt á bakinu, reyndar bregða þeir ól yfir ennið og bera jafnvel þannig venjulega bakpoka. Hér er stígagerð og aðalverkfærin litlir hakar og hamar og meitill. Þetta er stundum eins og að detta aldir aftur í tímann en þá hringir gemsi. Núna erum við þó komnir úr gemsa og netsambandi en það er rafmagn hér. Kom fyrir fjórum árum eftir 30 ára baráttu. 
Það er mikil ferðamennska í gangi og talsvert af túristum á röltinu. Meðfram leiðinni eru lítil kósý gistiheimili sem selja nóttina á 200 kall og vatnsflösku á 100.  Á morgun ætlum við að rölta eitthvað yfir 4000m og kíkja á grunnbúðir Ama Dablam. Eftir það löbbum við uppí Khala Pathar 5.600m þar sem er mjög gott útsýni á Chomo Lungma (Everest) og Ama Dablam. Ætlum að koma aftur hingað þann 9. október og hitta Simon.

Pangboche

Hulda Gísladóttir skrifar:

Strákarnir eru ekki í símasambandi núna en samkvæmt planinu eiga þeir að vera að nálgast Pangboche.

Í þorpinu Pangboche býr fólk árið um kring og mun það vera hæsti punkturinn í héraðinu sem svo er, ekki er búið hærra. Í Pangboche er einnig elsta klaustur í Khumbu-héraði og reikna má fastlega með að strákarnir heimsæki það.

Á þessari mynd sést Ama Dablam frá Pangboche. Tignarlegt fjall og aaansi bratt.

Vonandi heyrum við e-ð frá þeim á morgun. Það er svo gott að heyra smá, bara pínu, að allt sé í sómanum og þess háttar.

Þangað til næst.  


Namche Bazaar

Hulda Gísladóttir skrifar:

Ég heyrði í Viðari áðan í gegnum gervihnattarsíma (gervihnattasímtöl reyna mikið á þolinmæðina þar sem orðin eru aaaafar lengi að berast, en mikið er samt dásamlegt að heyra röddina). Þeir eru í Namche Bazaar í 3800 m hæð (dálítið mikið hærra en Hvannadalshnúkur en samt bara dvergahæð í þessum kringumstæðum) og gista þar í nótt.  Namche Bazaar er þorp í Khumbu héraði og er talað um það sem "the gateway to the high Himalaya". Flestir göngugarpar fara þar um og gista í 1-2 nætur til hæðaraðlögunnar.  Strákarnir eru í fantaformi líkamlega og hlakka til að takast á við morgundaginn, en þá yfirgefa þeir Namche Bazaar og halda áfram upp brattann. Kvöldinu skal eytt í innhverfa íhugun og undirbúning andlega, en andlega hliðin er ekki síður mikilvæg í þessum bransa. Þetta eru klassastrákar og við erum öll voða stolt af þeim. Jibbí.

 

 


Lífið í Kathmandu

Hæ,

Kathmandu er eins og Reykjavík á sýru! Hér ægir öllu saman. Fórum og skoðuðum Monkey temple sem er helgistaður Búddista og Hindúa. Gjaldmiðillinn Rupan er mjög svipuð gagnvart dollar og krónan. Meðallaun verkamanns er um 200 kall á dag. Hátt settir ríkisstarfsmenn hafa 1000 dollara á mánuði. Þannig að hér er mikil fátækt en yndislegt fólk.

Við lifum auðvitað eins og kóngar, förum út að borða fyrir 600-2000 kall. Klipping, rakstur, nudd, höfuð og bakhnykking er á 400. Fjórar Viagra 150! og það án lyfseðils! Ákváðum þó að sleppa því :) Fjárfestum hinsvegar í búddastyttum og skyldum varningi.
Vorum á ferðinni í gær með guide og driver, lentum í smá mótmælum og þurftum að aka yfir logandi bíldekk. Annars er maður mjög öruggur hér og finnur ekki fyrir neinum óróa en pólitíska ástandið er eldfimt.

Annars er bara komin spenna í mannskapinn að komast út í náttúruna. Fljúgum á morgun til Lukla og byrjum að rölta. Simon kemur hingað í næstu viku og við hittum hann í Pangboche.

Kærar kveðjur til allra á klakanum !


Komnir til Kathmandu

MaturJæja þá eru drengirnir komnir til Kathmandu eftir rúmlega sólarhrings ferðalag. Allt gekk að óskum og meira að segja farangurinn elti okkur alla leið. Þetta er æðislegt, Kathmandu tók á móti okkur með rigningu og mollu.
Þetta er sjóðandi pottur, flautandi bílar, mussur, skítur og mengun. Verðum hér á morgun en á föstudaginn fljúgum við til Lukla þar sem trekkið byrjar.

Kærar kveðjur til allra og spes þakkir til allra þeirra sem lögðu okkur lið.



Grein á mbl.is

PósthúsklifurHér er smá grein um okkur á mbl.is ásamt myndum frá miðbæjaræfingu okkar. 

http://www.mbl.is/mm/folk/frett.html?nid=1292623

Endilega skoðið þetta, við munum síðan senda myndir og greinar inn þegar við komum til Nepal. 

 


Græjurnar meðferðis

PentaxJæja veit ekki alveg hvar í heiminum við erum. Skrifaði þetta áður en við lögðum af stað. Gummi dælir þessu svo á vefinn  fyrir okkur.

Smá græju sýning - Jón Sigurðsson í Nýherja plataði þennan poka á mig - algjör snilld fyrir röltið, býst samt ekki við að taka þetta á toppinn. Þarna er vélin án víðlinsunnar það er +1 kg. PeSonyntax k 10 d er regnheld og á eftir að koma í góðar þarfir sérstaklega með þessari linsu 10-17mm fiskiauga linsu.  Brenglar svolítið tilveruna en á vonandi eftir að skila aðstæðum á fjallinu inn á þessa síðu. Annars staðar á síðunni má sjá geimverumynd af Viðari með hjálmkameruna. Þannig að ekki skortir oss græjurnar. Svo við og Simon Yates þetta verður gott partý og vonandi frábær heimildarmynd!


Við eigum að koma til Katmandu í dag - sendum mynd um leið og við getum. Núna er orðið of seint að hætta við!

Kveðja,
Ingvar


Brottför

Við fórum í loftið kl. 7:25 í morgun 
Við ætluðum að vera fjögur en erum þrír: Viðar Helgason, Tolli og Ingvar Á. Þórisson, unnusta Viðars, Hulda Gísladóttir ætlaði  einnig með en varð að hætta við á síðustu stundu vegna veikinda. Hún er að braggast en til að fara í upphæðir þarf maður að  vera fullfrískur. Tolli ferð því einn á Island Peak, leiðinlegt því hún var vel mótíveruð og ætlar sér stóra hluti í  fjallamennskunni.  Við fórum öll saman á Hvannadalshnjúk í lok ágúst - snerum reyndar við í rigningu og þoku í 1500 metra hæð. Jökull var  kolsprunginn og erfiður yfirferðar og við bara í æfingarferð þannig að við tókum enga sénsa.
Þegar við vorum komin niður hafði stytt upp og aðstæður orðnar mun  betri svo við fórum upp aftur. Nei, nei við erum ekki alveg klikk en næsta vor bíður hann eftir manni eins og venjulegar 
hnúkurinn allir 2119 metrarnir. x 3 + 499 = 6.856!

Það er kominn svefngalsi og best að koma sér í háttinn ræs kl 0400. 
Allir í bátana! Bless Ísland, halló heimur.


Undirbúningurinn

Viðar með þumal í bakgrunnUndirbúningur fyrir þetta ferðalag hefur staðið yfir í tæpt ár. Viðar ákvað þetta síðasta haust en Ingvar bættist í hópinn í nóvember. Viðar var rosalega öflugur í Boot camp síðasta vetur og Ingvar tók á því í einn mánuð. Viðar guideaði einar 6 ferðir á Hvannadalshnjúk hjá  Íslenskum fjallaleiðsögumönnum og Ingvar eina. Svo höfum við farið nokkrum sinnum á Esjuna og svo fórum  við á Þumal. Sú leið er gráðuð 5.6 eins og sumar leiðirnar á Ama Dablam. Maður hefur reyndar heyrt  allt uppí 5.9 en það er það mesta sem Viðar og Ingvar hafa klifrað - þeir bestu hérlendis fara 5.13. 

Til að hafa eitthvert viðmið þá er 5.4 príl sem allir geta og unglingar er fljótir að fara uppí 5.6. En altsvo komumst við með stæl uppá Þumal svo við hljótum að komast  uppá Ama Dablam.

Síðustu vikurnar höfum við hins vegar tekið því mjög rólega en reiknum með að vera fljótir að komast
í form. Við leggjum af stað í býtið í fyrramálið og fljúgum til  Frankfurt þaðan til Bankok og svo til  Katmandu, komum þangað á miðvikudaginn eftir rúmlega sólarhringsferðalag.


Undirbúningur og brottför

PósthúsklifurUndirbúningur er á lokastigi. Eins og sönnum Íslendingum sæmir er dálítið af hlutum geymt fram á síðustu stundu. Það komu nokkrir fjölmiðlar á blaðamannafundinn sem var haldinn utan á gamla Pósthúsinu/lögreglustöðinni þrátt fyrir að allt væri vitlaust á Fáskrúðsfirði útaf einhverjum spíttbát!
Vonandi horfðu einhverjir á Touching The Void í gærkveldi á Stöð 2, nú er það bara spurning hvort við komumst í snertingu við Tómið.

Við leggjum af stað á þriðjudaginn og nú bloggum við á hverjum degi - fylgist spennt með.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband