Græjurnar meðferðis

PentaxJæja veit ekki alveg hvar í heiminum við erum. Skrifaði þetta áður en við lögðum af stað. Gummi dælir þessu svo á vefinn  fyrir okkur.

Smá græju sýning - Jón Sigurðsson í Nýherja plataði þennan poka á mig - algjör snilld fyrir röltið, býst samt ekki við að taka þetta á toppinn. Þarna er vélin án víðlinsunnar það er +1 kg. PeSonyntax k 10 d er regnheld og á eftir að koma í góðar þarfir sérstaklega með þessari linsu 10-17mm fiskiauga linsu.  Brenglar svolítið tilveruna en á vonandi eftir að skila aðstæðum á fjallinu inn á þessa síðu. Annars staðar á síðunni má sjá geimverumynd af Viðari með hjálmkameruna. Þannig að ekki skortir oss græjurnar. Svo við og Simon Yates þetta verður gott partý og vonandi frábær heimildarmynd!


Við eigum að koma til Katmandu í dag - sendum mynd um leið og við getum. Núna er orðið of seint að hætta við!

Kveðja,
Ingvar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva Dögg Ingvarsdóttir

Flottar græjur! Hlakka til að sjá myndir á hverjum degi Gott partý og ekki spurning um að myndin verður snilld!

Kossar*

Eva Dögg Ingvarsdóttir, 26.9.2007 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband