Komnir til Kathmandu

MaturJæja þá eru drengirnir komnir til Kathmandu eftir rúmlega sólarhrings ferðalag. Allt gekk að óskum og meira að segja farangurinn elti okkur alla leið. Þetta er æðislegt, Kathmandu tók á móti okkur með rigningu og mollu.
Þetta er sjóðandi pottur, flautandi bílar, mussur, skítur og mengun. Verðum hér á morgun en á föstudaginn fljúgum við til Lukla þar sem trekkið byrjar.

Kærar kveðjur til allra og spes þakkir til allra þeirra sem lögðu okkur lið.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef ykkur með í bænunum mínum - og link á ykkur á heimasíðunni okkar. Gangi ykkur vel!

Jón Þórisson 

Jón Þórisson (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 15:50

2 identicon

Frábært að þið séuð komnir til Katmandu, vegni ykkur sem allra best á leiðinni framundan.  Verð með þér í huganum kæri bróðir.

 Anna og Diddi.

Anna Helgadóttir (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 18:45

3 identicon

Gangi ykkur vel drengir og farið varlega þótt þið hafið ekki skassið með ykkur:)  'eg segi bara eins og systir mín, ég vil fá Viðar heilann heim en skal reyna að passa vel upp á systir mína í fjarveru hans.

Kveðja Hjördís mágkona

Hjördís Jóna Gísladóttir (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 19:20

4 identicon

Guð veri með ykkur elsku Viðar og ferðafélagar. Gangi ykkur allt í haginn og okkur

hlakkar til að hitta ykkur við heimkomu. Við munum fylgjast spennt með ykkur hérna á síðunni.

kv. Gísli og Jóna

Gísli og Jóna (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 20:35

5 identicon

Ohhhh væri nú gaman að vera þarna með ykkur.... en mikið svakalega er ég glöð fyrir ykkar hönd. Áfram strákar! :)

Hulda Gísladóttir (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband