1.10.2007 | 17:53
Komnir til Pangboche
Halló erum nú í Pangboche 3.986m og bara góðir á því, gengum hingað frá Namche á 6 tímum. Stoppuðum aðeins í klaustrinu í Tengboche en því miður var ekkert í gangi. Einn stakur munkur opnaði þó fyrir okkur og við kyrjuðum smá. Enginn hausverkur eða annað í gangi en maður finnur fyrir hæðinni.
Það er ótrúlegt að upplifa þessa stemmingu í þessum dal, þar sem allt er flutt á bakinu, reyndar bregða þeir ól yfir ennið og bera jafnvel þannig venjulega bakpoka. Hér er stígagerð og aðalverkfærin litlir hakar og hamar og meitill. Þetta er stundum eins og að detta aldir aftur í tímann en þá hringir gemsi. Núna erum við þó komnir úr gemsa og netsambandi en það er rafmagn hér. Kom fyrir fjórum árum eftir 30 ára baráttu.
Það er mikil ferðamennska í gangi og talsvert af túristum á röltinu. Meðfram leiðinni eru lítil kósý gistiheimili sem selja nóttina á 200 kall og vatnsflösku á 100. Á morgun ætlum við að rölta eitthvað yfir 4000m og kíkja á grunnbúðir Ama Dablam. Eftir það löbbum við uppí Khala Pathar 5.600m þar sem er mjög gott útsýni á Chomo Lungma (Everest) og Ama Dablam. Ætlum að koma aftur hingað þann 9. október og hitta Simon.
Athugasemdir
Hææ elsku pabbi þetta er rosalega flott það væri líka gaman ef þú myndirð hringja í okkur krakkana við söknum þín rosalega mikiðÞað er svo leiðinlegt að sakna einhveers svona mikið að maður grætur á hverju kvöldiÉg elska þiig alltaf MEST Kær kveðja, Freyjaa (Dóttir Viðars besta Pabba í heimi)
PS:Leifur á afmæli í dag þú veist samt af því elska þig alltaf mestTöff síða það væri gaman ef þú myndir skoða mína
Freyja Viðarsdóttir (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 15:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.