Pheriche og afmælisveisla

Hulda Gísladóttir skrifar:

Heyrðum í strákunum í dag og er allt í sómanum.   Í dag voru þeir í Pheriche sem er þorp í 4300 m hæð. Þeir líkja landslaginu þar við Ísland. Haustlitir og talsverður gróður en fjöllin eilítið hærri.            Á morgun halda þeir til Luboche sem er í 4900 m hæð. Þetta smá mjakast því upp á við og hæðin segir meira og meira til sín. Þeim líður vel og eru hraustir og segjast finna vel fyrir hæðinni þó það hái þeim ekki, enda engir hálfdrættingar hér á ferð.

Í dag á Tolli afmæli og gerðu þeir sér því dagamun. Þeir slógu til afmælisveislu í litlu tehúsi og fengu til liðs við sig Sherpa-konur nokkrar sem bökuðu köku fyrir afmælisbarnið og sungu afmælissöng. Þetta þótti þeim afar skemmtilegt.. enda kannski ekki á hverjum degi sem þeir komast í heimabakað bakkelsi.

Meira á morgun.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frá bært að heyra að allt sé á uppleið  og þeir líka   Þetta eru svo mikil hraustmenni.  Og til hamingju með afmælið Tolli  ekki amalegt að halda uppá daginn í fjöllunum.

Anna Helgadóttir (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 12:04

2 identicon

Frábært að lesa þessa pósta og fá innsýn í þennan heim.  Takk fyrir það ;-)

Ágúst Kr (Ísalp) (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband