Ingvar í 1. búðum AmaDablam

Guðmundur F. Jónsson skrifar:

ama dablam 3Ingvar hafði samband við mig í dag og sagði mér að hann sé staddur í 1. búðum Ama Dablam í 5800m hæð.
Viðar fór hinsvegar niður til Pangboche til að taka á móti Huldu sem er að koma til þeirra í grunnbúðir. Viðar kemur aftur upp á morgun, og munu þeir sem eru uppi reyna að fara ofar í fjallið í aðlögun.

Í dag lentu þeir í ýmsum veðraævintýrum, fengu að upplifa snjókomu og þrumuveður. Ekkert til að hafa áhyggjur af segir hann.

Seinna í vikunni stefna þeir á að hækka sig uppí 3. búðir og sjá til með restina, kemur allt í ljós.

Biðja kærlega að heilsa öllum sem fylgjast með, takk fyrir stuðninginn!



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva Dögg Ingvarsdóttir

Hugsum stöðugt til ykkar!

Eva Dögg Ingvarsdóttir, 17.10.2007 kl. 10:17

2 identicon

Sælir allir.  Gott að vita að vel gengur.  Við erum glaðar með að Viðar tekur á móti Huldu og fáum vonandi fréttir af því þegar hún kemur til ykkar heil á húfi. Sendum ykkur hlýjar kveðjur héðan úr kuldanum.

Kveðja Hjördís og Jóna

Hjördís og Jóna (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband