20.10.2007 | 23:23
Ingvar búinn að toppa AmaDablam!
Ingvar og Simon fóru úr búðum eitt á fimmtudaginn kl. 8.00. Tony fór
ekki með þeim áfram heldur sneri við í grunnbúðir.
Sherparnir sem fylgdu þeim misstu félaga sinn í fyrra þegar snjóflóð
féll á búðir þrjú svo þeir vildu alls ekki vera þar. Þeir fundu
syllu rétt neðan við búðir þrjú og þar komu þeir fyrir tveimur
tjöldum og gistu þar. Staðinn kalla þeir sveppahrygginn.
Á föstudagsmorgni þegar þeir komu við í búðum þrjú voru allir sem þar
höfðu verið að halda niður. Fjögur snjóflóð höfðu fallið um
nóttina í nágrenni búðanna og fyrirtæki sem höfðu skipulagt ferðir og
áttu mannskap í búðunum skipuðu mönnum að snúa við.
Ingvar og félagar sem höfðust við á sveppahryggnum urðu ekki varir
við snjóflóðin og þau breyttu ekki ferðaplönum þeirra. Þeir héldu því
áfram og komust á toppinn kl. 11.30 á föstudaginn!! Þegar á toppinn
var komið var ekki ský á himni og útsýnið ólýsanlegt, mikilfenglegir
fjallatoppar blöstu við og fylltu menn lotningu og stolti. Ingvar
átti eiginlega engin orð til að lýsa þessu.
Þeir sneru svo við og gistu í búðum eitt og eru nú (laugardagur)
komnir niður í grunnbúðir. Ingvari líður vel en hann segir þetta
erfiðustu tvo daga sem hann hefur lifað!
Hann er mjög þreyttur en afar stoltur að hafa tekist þetta: Hann
hefur verið að taka upp allan tímann og þegar myndin verður tilbúin
getum við fengið að sjá hvernig ævintýrið gekk fyrir sig.
Ingvar verður komin til Katmandu á miðvikudag og hittir þá Viðar og
Huldu og sendir myndir.
ekki með þeim áfram heldur sneri við í grunnbúðir.
Sherparnir sem fylgdu þeim misstu félaga sinn í fyrra þegar snjóflóð
féll á búðir þrjú svo þeir vildu alls ekki vera þar. Þeir fundu
syllu rétt neðan við búðir þrjú og þar komu þeir fyrir tveimur
tjöldum og gistu þar. Staðinn kalla þeir sveppahrygginn.
Á föstudagsmorgni þegar þeir komu við í búðum þrjú voru allir sem þar
höfðu verið að halda niður. Fjögur snjóflóð höfðu fallið um
nóttina í nágrenni búðanna og fyrirtæki sem höfðu skipulagt ferðir og
áttu mannskap í búðunum skipuðu mönnum að snúa við.
Ingvar og félagar sem höfðust við á sveppahryggnum urðu ekki varir
við snjóflóðin og þau breyttu ekki ferðaplönum þeirra. Þeir héldu því
áfram og komust á toppinn kl. 11.30 á föstudaginn!! Þegar á toppinn
var komið var ekki ský á himni og útsýnið ólýsanlegt, mikilfenglegir
fjallatoppar blöstu við og fylltu menn lotningu og stolti. Ingvar
átti eiginlega engin orð til að lýsa þessu.
Þeir sneru svo við og gistu í búðum eitt og eru nú (laugardagur)
komnir niður í grunnbúðir. Ingvari líður vel en hann segir þetta
erfiðustu tvo daga sem hann hefur lifað!
Hann er mjög þreyttur en afar stoltur að hafa tekist þetta: Hann
hefur verið að taka upp allan tímann og þegar myndin verður tilbúin
getum við fengið að sjá hvernig ævintýrið gekk fyrir sig.
Ingvar verður komin til Katmandu á miðvikudag og hittir þá Viðar og
Huldu og sendir myndir.
Athugasemdir
Til hamingju pabbi!!! Vid erum ad rifna úr stolti, afi ,,gamli" er ekkert smá sprækur og sterkur! Klárlega hetjan okkar allra Hlökkum til ad sjá myndirnar.
Ástarkvedjur, EvaDennis&Sunna
Eva Dögg Ingvarsdóttir, 20.10.2007 kl. 23:34
Frabaer arangur og innilega til hamingju.
Til hamingju Signy og fjolskylda med kappann.. sjaumst innan skamms.
Vidar og Hulda (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 02:52
Til hamingju Frábært afrek og þvílíkt þrekvirki.
Kveðja Hjördís (systir Huldu)
Hjördís (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 09:28
Til hamingju Ingvar. Flott afrek og íslenskum fjallamönnum til sóma.
Kv, GHs
GHs (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 10:09
Til hamingju Ingvar, þú toppar allt !!
Ragga mágkona og fjölskylda
Ragnheiður Gíslad (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 10:59
Hamingjuóskir til Ingvars mágs og ferðafélaga þarna í útlandinu - og sömuleiðis til litlu systur sem getur verið stolt af kallinum sínum (og Þórir og Eva: til hamingju með gamla manninn. Hann er bara nokkuð seigur ).
Semsagt: dúndrandi gleði.
Brynjólfur Gíslason (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 14:12
Hjartanlega til hamingju Ingvar - frábær árangur hjá þér - þú ert bara flottur :-)
bestu kveðjur
Elli & Solla
Elli & Solla (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 14:38
Innilega til hamingju með þennan merkilega áfanga Ingvar. Þú ert nú meiri snilllingurinn. Sunnan þín er svo heppin að eiga svona góðan afa ;) Hún á sko eftir að fá að heyra sögurnar í framtíðinni.
Kveðja úr Vesturbænum
María Björg vinkona hennar Evu þinnar og fjölskylda ;)
María Björg, Evu-vinkona (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 15:28
Held að mér sé óhætt að óska þér Ingvar til hamingju með tindinn fyrir hönd okkar félaga úr Björgunarsveit Fiskakletts sem sókti tind Ama Dablam heim fyrir 9 árum síðan. Það var því kominn tími á að fleirri Íslendingum tækist loksins að virða fyrir sér útsýnið af þessum frábæra stað.
Og trúið mér sem þetta lesið ég veit hvað Ingvar talar um með þessa tvo erfiðu daga.
Símon Halldórsson (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 18:15
Þetta var rösklega gert. Til hamingju með tindinn. Örlygur S.
Örlygur Steinn Sigurjónsson (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 19:15
Kæri Ingvar,
innilega til hamingju með þennan frábæra árangur . ég hef fylgst með þessum leiðangri ykkar og var viss að annar hvor ykkar myndi toppa og það varst þú ! Þú átt skilið knús og klapp þegar að þú kemur heim .........
Halldór Hreinsson (IP-tala skráð) 21.10.2007 kl. 22:00
Innilega til hamingju kæri vinur, þú ert LANG flottastur, kv. Árni Snævarr
Árni Snævarr (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 11:17
TIL HAMINGJU FRÁ UNICEF kontórnum á Íslandi!!! Við erum stolt að fá tækifæri til að fylgjast með ykkur snillingunum.
Hólmfríður Anna Baldursdóttir (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 11:20
Glæislegt!! Innilega til hamingju!
Margrét (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 11:26
Vonandi ertu við góða heilsu Viðar minn, þú ferð örugglega upp næst. Til hamingju með að komast á toppinn. Kveðja frá gömlum félaga. Sendi með mynd frá Katmandu sem ég tók þegar ég fékk hugleiðsluæðið.
Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 11:28
Til hamingju Ingvar. Feginn er ég að þú komst niður líka í heilu lagi.
Sigurður Hrellir, 22.10.2007 kl. 12:16
Innilega til hamingju með þetta frábæra afrek.
Bestu Kveðjur,
Ásgeir
Asgeir (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 12:32
Til hamingju með tindinn Ingvar
Þetta var glæsilega gert.
Starfsfólk Íslenskra Fjallaleiðsögumanna sendir kveðjur.
Hlökkum til að heyra ferðasöguna.
Kv
Einar Torfi
Einar Torfi Finnsson (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 14:33
Til hamingju, frábært afrek. Næst er það bara maraþonið sem þú ætlar að hlaupa.
Beggi og Kata Árbæjarþreki (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 15:01
Vá! Vel af sér vikið Ingvar!
Ég var að heyra af ykkur í fréttum á rás2.
Gangi ykkur vel að klára ferðalagið og myndina!
Anna Þóra
Anna Þóra Steinþórsdóttir, 22.10.2007 kl. 15:37
Flott hjá þér, til hamingju með tindinn. Rakst á bloggið af síðu ísalp og er búin að fylgjast með ykkur. Hlakka til að sjá myndina. Kv urður
Urður Skúladóttir (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 15:51
Skútumaður á Himalaya – tær snilld
Innilega til hamingju með árangurinn.
Kveðja,
Lísa og Ásmundur
Lisa Hjalt (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 21:32
Stórkostlegt! Til hamingju með þetta, gamli. Hlökkum til að fá þig heim og heyra ferðasöguna.
Bestu kveðjur,
-Erling og Kristín
Erling Aspelund (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 21:40
Til hamingju, Ingvar, með að hafa náð á tindinn. Glæsilegur árangur. Það er ekki heiglum hent að ná á tindinn við erfiðar aðstæður og í næfurþunnu lofti. Það slær þér enginn við.
Stefanía og Kalli
Karl Blöndal (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 23:13
Innilega til hamingju með þennan frábæra árangur Ingvar, algert þrekvirki og glæsilegur árangur
Kveðja, Anna (Viðars systir)
Anna Helgadóttir (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 09:41
Til hamingju með þetta - en fær maður ekkert að heyra meira?
Ágúst (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 09:30
Hæ øll, inilega til hamingju !!!! Bædi teir sem komust upp og lika hinir sem reyndu. Hver og einn gerdi ju sitt besta og tad er tad sem gildir :)
Hlakka til ad sjå myndir.
Knus og kossar, Helga og Holger (hin stora systir Huldu og maki)
Helga (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 12:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.