Grunnbúðir og Simon nálgast

Hulda Gísladóttir skrifar:

Í dag var hvíldardagur í Pangboche.  Þar eru u.þ.b. 50 manneskjur samankomnar víðsvegar að úr heiminum sem allar ætla að klífa Ama Dablam. Það er sannarlega "high season" núna og mikil umferð í Khumbu-héraði. Það verður því fjör í grunnbúðum.

Strákarnir eru í fínu formi. Þeir hitta Simon Yates á morgun og ganga með honum í grunnbúðir Ama Dablam. Gangan þaðan byrjar svo á þriðjudag.

(Heilsan mín er komin í lag og eftir viku störf hjá Viðar & Óskar ehf. hef ég ákveðið að láta af störfum sem "smiður".  Ef skrúfunum fjölgar sem ég skemmi (forskrúfa) þá mun ég fljótt þurfa að borga með mér. Með dyggri hjálp Ástu hjá Úrval-Útsýn (sem er yndisleg) fékk ég miða til Nepal og verð ég komin þangað innan viku og í faðm míns heittelskaða innan tveggja vikna. Ég mun hafast við í grunnbúðum Ama Dablam og elda næringarríka máltíð fyrir strákana á hverjum degi (nei djók, matreiðsluhæfileikar eru ekki á kostalista mínum). ..Nepal here I come.)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært hjá þér Hulda að skella þér út, þú átt sko alls ekki eftir að sjá eftir þessari ákvörðun  Gangi ferðalagið sem allra best.

Kveðja, Sandra

Sandra (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 15:21

2 Smámynd: Eva Dögg Ingvarsdóttir

Góða ferð Hulda og gangi þér vel með allt saman. Viltu knúsa pabba minn frá okkur hollensku fjölskyldunni og skila kærum kærum kveðjum. *takk takk*

Með kveðju, Eva, Dennis og Sunna

Eva Dögg Ingvarsdóttir, 8.10.2007 kl. 20:27

3 identicon

Geri það

Hulda Gísla (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband