Fyrsti dagur í grunnbúðum

Hulda Gísladóttir skrifar:

Ama dablam basecamp

Í dag hittu strákarnir Simon Yates og gengu í grunnbúðir Ama Dablam í 4600m hæð. Mikið af fólki er þarna en þeir settu tjaldbúðirnar sínar upp fjarri mergðinni og eru því svolítið út af fyrir sig.  Það er góður hugur í þeim og tilhlökkun. Þeir eru með kokk (Sherpa) sem er víst algjör snillingur og sér þeim fyrir góðri orkuríkri fæðu.  Það er því ekki yfir neinu að kvarta nema kannski mikilli umferð á fjallinu.

Netsambandið er ennþá í ólagi og geta þeir því hvorki sent póst né myndir. Ég fékk þessa mynd "lánaða" en hún er tekin í grunnbúðum Ama Dablam.  Ansi flott finnst mér, með risavaxinn toppinn í baksýn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband