Færsluflokkur: Ferðalög
11.10.2007 | 23:56
Búðir 1
Hulda Gísladóttir skrifar:
Ég heyrði aðeins í Viðari í dag. Þá voru þeir í búðum 1 í 5900m og í góðu stuði. Þeir gista þar uppi í nótt og fara aftur í grunnbúðir á morgun og taka hvíldardag.
Ferðalagið mitt byrjar eftir nokkra klukkutíma en þá flýg ég út. Á laugardag verð ég komin til Kathmandu. Þar gisti ég eina nótt á hóteli og flýg á sunnudagsmorgun til Lukla. Þaðan geng ég upp í grunnbúðir Ama Dablam en það á að taka ca. 5 daga. Þar hitti ég fjallagarpana loksins. Simon Yates sendi mér nákvæmar leiðbeiningar í tölvupósti. Ég verð sótt á flugvöllinn í Kathmandu og skutlað allt sem ég þarf/vil fara, enda víst ráðlegast að fara varlega þar. Í Lukla á fólk von á mér og fæ ég fylgd sherpa í hæðaraðlögunar prógrammið og upp í grunnbúðir. Ég finn fyrir tilhlökkun en það vottar líka fyrir smá stressi, uss uss, alls ekki laus við það. En þetta verður gott og gaman og yndislegt og lærdómsríkt. Ég bara veit það
Þangað til næst.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.10.2007 | 08:59
Grunnbúðir
Hérna er hópurinn í grunnbúðum frá vinstri Tony Millichopy, Simon Yates, Viðar Helgason og Ingvar Þórisson . Erum að leggja af stað upp í efri grunnbúðir, á morgun förum við síðan upp í búðir 1 og gistum þar. Til stendur að fara eitthvað hærra upp í fjallið ef allir verða hressir og Simon fer að fixa leiðina með sherpunum. Við komum hingað aftur í grunnbúðir á föstudaginn og sendum þá ferskar myndir.
Fleiri nýjar myndir í albúminu "Grunnbúðir".
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.10.2007 | 23:20
Dagur 2 í grunnbúðum
Hulda Gísladóttir skrifar:
Allt gott að frétta af strákunum. Viðar hefur getað hringt í mig daglega þó skilyrðin séu ekki alltaf góð. Í dag hækkuðu þeir sig. Þeir komu fyrir tveimur tjöldum talsvert fyrir ofan grunnbúðir og gengu aftur niður. Á morgun ganga þeir upp aftur og gista í tjöldunum tvær nætur og taka svo tvo hvíldardaga í grunnbúðum eftir það. Þeir eru slakir á góðu tempói og biðja kærlega að heilsa öllum.
Aftur fékk ég láns mynd *hóst*... en þetta er leiðin sem þeir fara upp. Þarna má sjá búðir II og III en búðir I eru neðarlega á hrygg sem sést ekki þarna. Ég fæ alveg í magann þegar ég skoða svona myndir, þetta er enginn smá bratti.
Þangað til næst.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.10.2007 | 22:39
Fyrsti dagur í grunnbúðum
Hulda Gísladóttir skrifar:
Í dag hittu strákarnir Simon Yates og gengu í grunnbúðir Ama Dablam í 4600m hæð. Mikið af fólki er þarna en þeir settu tjaldbúðirnar sínar upp fjarri mergðinni og eru því svolítið út af fyrir sig. Það er góður hugur í þeim og tilhlökkun. Þeir eru með kokk (Sherpa) sem er víst algjör snillingur og sér þeim fyrir góðri orkuríkri fæðu. Það er því ekki yfir neinu að kvarta nema kannski mikilli umferð á fjallinu.
Netsambandið er ennþá í ólagi og geta þeir því hvorki sent póst né myndir. Ég fékk þessa mynd "lánaða" en hún er tekin í grunnbúðum Ama Dablam. Ansi flott finnst mér, með risavaxinn toppinn í baksýn.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.10.2007 | 22:13
Grunnbúðir og Simon nálgast
Hulda Gísladóttir skrifar:
Í dag var hvíldardagur í Pangboche. Þar eru u.þ.b. 50 manneskjur samankomnar víðsvegar að úr heiminum sem allar ætla að klífa Ama Dablam. Það er sannarlega "high season" núna og mikil umferð í Khumbu-héraði. Það verður því fjör í grunnbúðum.
Strákarnir eru í fínu formi. Þeir hitta Simon Yates á morgun og ganga með honum í grunnbúðir Ama Dablam. Gangan þaðan byrjar svo á þriðjudag.
(Heilsan mín er komin í lag og eftir viku störf hjá Viðar & Óskar ehf. hef ég ákveðið að láta af störfum sem "smiður". Ef skrúfunum fjölgar sem ég skemmi (forskrúfa) þá mun ég fljótt þurfa að borga með mér. Með dyggri hjálp Ástu hjá Úrval-Útsýn (sem er yndisleg) fékk ég miða til Nepal og verð ég komin þangað innan viku og í faðm míns heittelskaða innan tveggja vikna. Ég mun hafast við í grunnbúðum Ama Dablam og elda næringarríka máltíð fyrir strákana á hverjum degi (nei djók, matreiðsluhæfileikar eru ekki á kostalista mínum). ..Nepal here I come.)
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 22:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.10.2007 | 11:29
UNICEF - vertu heimsforeldri
Leiðangur Viðars og Ingvars er í þágu UNICEF og er aðaltilgangur ferðarinnar að vekja athygli á ástandinu í Nepal og hvetja til stuðnings við heimsforeldraverkefni UNICEF sem vinnur mikilvægt hjálparstarf í landinu.
Í 60 ár hefur UNICEF verið leiðandi í hjálparstarfi fyrir börn. UNICEF starfar á vettvangi í 156 löndum og svæðum og stendur vörð um líf barna frá fæðingu til fullorðinsára. UNICEF útvegar flestar bólusetningar til barna í þróunarlöndunum, styður heilsugæslu- og næringarverkefni fyrir börn, veitir börnum menntun og vernd gegn ofbeldi, misnotkun og HIV/alnæmi. UNICEF treystir eingöngu á frjáls framlög einstaklinga, fyrirtækja og ríkisstjórna.
Vertu heimsforeldri og breyttu lífi bágstaddra barna með mánaðarlegum fjárframlögum að upphæð 1.000 krónur eða meira á mánuði. Hægt er að skrá sig á www.unicef.is eða í síma 562 6262.
Við hvetjum alla til að skrá sig... núna!
Ferðalög | Breytt 8.10.2007 kl. 01:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.10.2007 | 00:04
Everest - grunnbúðir
Hulda Gísladóttir skrifar:
Í dag fóru strákarnir í grunnbúðir Everest (5500m). Fjallstindarnir risavöxnu í Himalaya blasa við þaðan og útsýnið stórfenglegt. Allir við góða heilsu.. alles gut :)
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2007 | 22:48
Lobuche - Gorak shep
Hulda Gísladóttir skrifar.
Heyrði í Viðari í dag. Reyndar rofnaði símtalið fjórum sinnum og samtalið ansi slitrótt og sambandið lélegt. Allt er í gúddí og þeir á áætlun. Enginn þeirra veikur þó þeir finni sannarlega fyrir hæðinni. Teboðunum hefur fækkað síðan í gær og tertuát er hverfandi.
Þeir eru í Lobuche (4900m) að ganga yfir til Gorak shep (5200m). Gorak shep er síðasta hæðaraðlögunarstopp áður en komið er að grunnbúðum Everest. Ég veit ekki hvort þeir ætla í grunnbúðir Everest í framhaldinu eða hvort þeir fari til Kalapatar (5500m). Það kemur í ljós. Í framhaldinu ganga þeir niður og aftur til Lobuche. Þaðan niður til Pangboche þar sem þeir hitta Simon Yates og saman fara þeir upp í grunnbúðir Ama Dablam, þá orðnir vel hæðaraðlagaðir. Tolli heldur á Island Peak 8. október. Klifrið á Ama Dablam á svo að hefjast 9. október. Allt að gerast og spennan að færasta í aukana.
Þeir skila fyrir kveðjum til vina og vandamanna.
Þangað til næst.
Ferðalög | Breytt 5.10.2007 kl. 09:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.10.2007 | 21:42
Pheriche og afmælisveisla
Hulda Gísladóttir skrifar:
Heyrðum í strákunum í dag og er allt í sómanum. Í dag voru þeir í Pheriche sem er þorp í 4300 m hæð. Þeir líkja landslaginu þar við Ísland. Haustlitir og talsverður gróður en fjöllin eilítið hærri. Á morgun halda þeir til Luboche sem er í 4900 m hæð. Þetta smá mjakast því upp á við og hæðin segir meira og meira til sín. Þeim líður vel og eru hraustir og segjast finna vel fyrir hæðinni þó það hái þeim ekki, enda engir hálfdrættingar hér á ferð.
Í dag á Tolli afmæli og gerðu þeir sér því dagamun. Þeir slógu til afmælisveislu í litlu tehúsi og fengu til liðs við sig Sherpa-konur nokkrar sem bökuðu köku fyrir afmælisbarnið og sungu afmælissöng. Þetta þótti þeim afar skemmtilegt.. enda kannski ekki á hverjum degi sem þeir komast í heimabakað bakkelsi.
Meira á morgun.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 21:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.10.2007 | 19:04
Waterfall Lodge
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)