Færsluflokkur: Ferðalög

Ingvar búinn að toppa AmaDablam!

AD leiðinIngvar og Simon fóru úr búðum eitt á fimmtudaginn kl. 8.00.  Tony fór 
ekki með þeim áfram heldur sneri við í grunnbúðir.
Sherparnir sem fylgdu þeim misstu félaga sinn í fyrra þegar snjóflóð 
féll á búðir þrjú svo þeir vildu alls ekki vera þar.  Þeir fundu 
syllu rétt neðan við búðir þrjú og þar komu þeir fyrir tveimur 
tjöldum og gistu þar.  Staðinn kalla þeir sveppahrygginn.

Á föstudagsmorgni þegar þeir komu við í búðum þrjú voru allir sem þar 
höfðu verið að halda niður.  Fjögur snjóflóð höfðu fallið um
nóttina í nágrenni búðanna og fyrirtæki sem höfðu skipulagt ferðir og 
áttu mannskap í búðunum skipuðu mönnum að snúa við.

Ingvar og félagar sem höfðust við á sveppahryggnum urðu ekki varir 
við snjóflóðin og þau breyttu ekki ferðaplönum þeirra. Þeir héldu því 
áfram og komust á toppinn kl. 11.30 á föstudaginn!!   Þegar á toppinn 
var komið var ekki ský á himni og útsýnið ólýsanlegt, mikilfenglegir  Camp 1
fjallatoppar blöstu við og fylltu menn lotningu og stolti.  Ingvar 
átti eiginlega engin orð til að lýsa þessu.

Þeir sneru svo við og gistu í búðum eitt og eru nú (laugardagur) 
komnir niður í grunnbúðir.  Ingvari líður vel en hann segir þetta 
erfiðustu tvo daga sem hann hefur lifað!
Hann er mjög þreyttur en afar stoltur að hafa tekist þetta:  Hann 
hefur verið að taka upp allan tímann og þegar myndin verður tilbúin 
getum við fengið að sjá hvernig ævintýrið gekk fyrir sig.
Ingvar verður komin til Katmandu á miðvikudag og hittir þá Viðar og 
Huldu og sendir myndir.

Frettir af Tolla

Ferdalagid hefur gengid vel hja Tolla. Hann toppadi Kalapatar, Pokalde og endadi a ad taka Island Peak med stael. Tolli og Nima toppudu Island Peak fyrstir manna thann daginn og voru einungis 6 klst a leidinni upp a fjallid. Ad sogn heimamanna telst thad bysna gott.

Tolli heldur thvi heim a leid a morgun sattur vid gud og menn.

Vid hofum ekki fengid neinar fregnir af Ingvari og Ama Dablam crew-inu en bidum spennt.

Sendum godar kvedjur heim,

Vidar og Hulda

 


Grafskrift

Vidar Helgason skrifar:

Sael ollsomul. Vid Hulda erum stodd i Namche Baazar og erum a leid til Kathmandu. Thvi midur vard eg veikur i budum 1 sem eru i 5800m haed. Eftir ad hafa uppgotvad ad eg adlagast illa i haed tha tok eg akvordun um ad haetta vid ad reyna vid toppinn. Erfid akvordun en liklega su skynsamlegasta. Hulda kom med mer upp i grunnbudir a alltof skommum tima og vard veik, thurfti ad fa surefni og mjog hrada nidurleid til ad na heilsu aftur. Var ordin fullfrisk morguninn eftir. Vid skotuhjuin erum buin ad komast ad thvi ad hafjallamennska er ekki okkar tebolli og erum ad skipuleggja leidangur a Oskjuhlidina.

Eg thakka ollum kaerlega sem hafa synt mer studning i thessum leidangri. Vid oskum Ingvari thess ad hann megi na ad klara leidangurinn med stael og gera okkur oll stolt.


Búðir 3 á morgun !

Ama DablamIngvar hafði samband heim í dag og er hann ennþá í búðum 1.
Á morgun halda þeir svo áleiðis í 3. búðir og bíða færis á toppinn.
Allt er í fínu og þeim líður vel og eru fullir tilhlökkunar. Ingvar gerir ráð fyrir að þeir nái toppinum á laugardaginn, gangi allt eftir.

Viðar fer hinsvegar því miður ekki með á toppinn, þar sem hann hélt til baka með Huldu sem var orðin veik. 
Þeir sem fara þá alla leið (vonandi) eru Ingvar, Simon og Tony.
Sennilegast heyrum við ekkert meira frá þeim fyrren þeir hafa toppað, en það kemur allt í ljós. Við hérna heima sendum þeim góða strauma og hvetjum þá áfram uppá þetta magnaða fjall.
 

 


Ingvar í 1. búðum AmaDablam

Guðmundur F. Jónsson skrifar:

ama dablam 3Ingvar hafði samband við mig í dag og sagði mér að hann sé staddur í 1. búðum Ama Dablam í 5800m hæð.
Viðar fór hinsvegar niður til Pangboche til að taka á móti Huldu sem er að koma til þeirra í grunnbúðir. Viðar kemur aftur upp á morgun, og munu þeir sem eru uppi reyna að fara ofar í fjallið í aðlögun.

Í dag lentu þeir í ýmsum veðraævintýrum, fengu að upplifa snjókomu og þrumuveður. Ekkert til að hafa áhyggjur af segir hann.

Seinna í vikunni stefna þeir á að hækka sig uppí 3. búðir og sjá til með restina, kemur allt í ljós.

Biðja kærlega að heilsa öllum sem fylgjast með, takk fyrir stuðninginn!



Enn í grunnbúðum

Hæ við erum enn í grunnbúðum.

Camp 1Það er komnir hingað nýr hópur með 6 manns sem ætlaði í búðir eitt í dag. Við ákváðum að bíða frekar einn dag hér í viðbót heldur en í plássleysinu í búðum eitt. (sjá mynd). Það er ekki búið að setja upp línur upp á topp þannig að það liggur svo sem ekkert á. Maður er samt orðinn hálf leiður á hangsinu og bætir bara á sig kílóum. Hópurinn sem er kominn er búinn að fara á Island Peak 6.189 m. sama fjall og Tolli ætlaði á. Svo ætla þau að klífa Ama Dablam og eftir það ætla 3 þeirra að hlaupa frá Everest Base Camp til Kathmandu eitthvað yfir 300 km. núverandi met er 3 dagar 10 klst. og eitthvað - þau ætla að reyna að slá þetta met. Þetta er auðvitað freistandi verkefni en ég held við tökum bara flugvélina. 
Lifið heil.


Namaste

Hulda Gisladottir skrifar:

Nuna er eg stodd i Namche i 3500 metrum. Buin ad vera her sidan i gaer en held til Pangboche a morgun og thadan daginn eftir i Ama Dablam basecamp.

Ferdin er buin ad vera laerdomsrik. Ad visu fekk eg menningarsjokk thegar eg kom til Kathmandu, eg hef aldrei sed annad eins. Eg hafdi lesid um astandid, sed myndir.. en aldrei bjost eg vid ad bregda svona. Thvilik eymd og thvilik orvaenting. Thetta er ju eitt af 5 fataekustu rikjum heims. Tek undir med Ingvari vardandi Unicef, nuna fer eg i personulegt framtak og mun hamra ad vinum og vandamonnum ad gerast heimsforeldrar. Hraedilegt ad horfa uppa born skolaus i lorfum og akaflega illa til reika betlandi pening og hreinlega hangandi i folki eftir hjalp. A leidinni fra flugvellinum a hotelid keyrdum vid i gegnum "versta" hverfid og eg for ad grata, mig verkjadi ad sja thetta. Eg gaeti haldid afram og talad um mengunina og lyktina, en laet stadar numid her (i bili a.m.k.).

Ef dag og nott i Kathmandu flaug eg til Lukla. Eg fekk annad sjokk thegar eg sa flugvelina, uff, hun virtist ekki thola mikid. I Lukla lentum vid tho heil a holdnu, sa tho ekki risafjollin sokum thoku. Thar fekk eg porter sem bar stora bakpokann minn upp til Namche medan eg var eins og prinsessa med thann litla, en thetta var frekar stif ganga. Her verd eg tvaer naetur og i dag for eg i haedaradlogunargongu. Eg gekk i gegnum litinn bae i fjalladal her 500 m ofar sem var ekki a planinu minu. Thar er mer litid upp og eg atti "moment", eg greip andann a lofti. Tharna sa eg Ama Dablam i fyrsta skipti berum augum. Thvilik tign yfir thessu fjalli. Eg vard half meyr (haedin gerir mann vaemin, segi eg mer til malsbota, eg er ekki ALLTAF grenjandi). Thetta var sannarlega lifsreynsla fyrir mig.

Eg endadi labbid i dag a stad sem heitir Everest View Hotel, en thar a ad vera utsyni yfir Everest og storu felagana. Vegna thoku sa eg ekkert thadan. En mer til mikillar undrunar heyrdi eg islensku, tharna voru staddar 4 islenskar stelpur sem vinna sem fjallaleidsogumenn og voru ad byrja halfs ars Asiutur. Tvaer theirra unnu med Signy eiginkonu Ingvars. Svona er landid okkar litid. Eg skal sko segja ykkur thad.

Folkid herna er yndislegt og maturinn godur. Tho eg se ein herna med porter sem talar ekki ensku tha likar mer thetta mjog vel, alveg frabaerlega. Thad verdur samt gaman ad hitta Vidar eftir nokkra daga og knusa'nn.

Thangad til naest.


Puja - blessunarathöfnin

PujaHalló allir sem þetta lesa. Sólríkur dagur í dag - kannski af því að það var puja (púndja) athöfn. Það er athöfn framkvæmd af munki til að blessa leiðangurinn. Fullt af nammi og chang (hrísgrjónabruggi). Ég sagði í gær að við færum beint úr búðum eitt upp í þriðju, það er vegna þess að það er allt fullt af tjöldum í búðum tvö og ekki pláss fyrir fleiri. Skriðjökullinn fyrir ofan búðir þrjú lítur vel út - þar var slysið í fyrra þegar stærðar stykki hrundi niður og 6 klifrarar létu lífið. Þar á meðal einn Sherpi úr sama þorpi og okkar þannig að þeir vilja helst ekki gista þar, við teljum að okkur verið óhætt, það er búið að færa búðirnar neðar og sunnar. Við erum annars bara búnir að sitja og éta á okkur gat. Sem leiðir hugann að  því sem við viljum vekja athygli á en það er starf Unicef meðal fátækra. Ísland er eitt af ríkustu löndum í heimi en Nepal meðal þeirra fimm fátækustu. Sumir segja að það sé barnalegt að vilja útrýma hungir og fátækt í heiminum. Líklega af því maður er barn þegar maður byrjar að hugsa um það, en það er ekkert að því aðBúðir á Ama Dablam halda því áfram og það er unnt að leggja sitt af mörkum. Til dæmis með því að gerast heimsforeldri - þúsund kall á mánuði getur bjargað lífum. Nýjar tölur sem Unicef birti nýlega sýna að dregið hefur úr barnadauða í heiminum. Nú er áætlað að 9,7 milljónir barna deyji árlega miðað við 13 milljónir árið 1990. T.d. hefur dregið úr dauða barna úr mislingum í Afríku um 75% - með einfaldri bólusetningu. En hugsið ykkur 9,7 milljónir og þessi litlu kríli eru alls staðar eins. Ég er örugglega ekki sá eini sem tárast þegar maður sér minningargreinar um ungabörn í Mogganum - en sem betur fer er það ekki oft, en hugsið ykkur 9,7 milljónir. Jæja nóg um móralíseringar í bili en það er sunnu-dagur og svona. Íslendingar hafa brugðist vel við og nú eru yfir 13.000 heimsforeldrar og stjórnvöld hafa einnig studd dyggilega við bakið á Uncief á Íslandi sem var sett á laggirnar 2004. Það leiðir hins vegar hugann að því að Alþingi Íslendinga samþykkti árið 1971 að veita 0,7% af þjóðarframleiðslu í þróunaraðstoð nú 36 árum síðar er þetta hlutfall aðeins 0,35%. (gæti skeikað þetta er eftir minni). Kannski nýja stjórnin okkar breyti þessu - ha, Ingibjörg.
Jæja kannski maður haldi sig við klifrið campur eitt á morgun og svo áfram - ...
Guð blessi ykkur,
kveðja úr 15000 og 700 fetum frá Nepal.

Undirbúningurinn

Í grunnbúðumHæ, hérna erum við rétt áðan. Frekar kalt í þokunni, það er yfirleitt sól fyrst á morgnana svo koma ský og loks þoka. Við erum búnir er vera hérna 5 saman + kokkur aðstoðarkokkur og þrír klifur Sherpar sem maður sér lítið, þeir eru alltaf á ferðinni. Hinum megin við hæðina er svo risa kampur; Hollendingar, Þjóðverjar, Kanar og fl. og fl. fullt af fólki á leiðinni á fjallið. Sherparnir eru enn að fixa línur upp á topp. Planið er að fara héðan á mánudaginn upp í búðir 1, daginn eftir eitthvað áleiðis upp og aftur niður í búðir 1 og þá á miðvikudaginn upp í búðir 3 og vonandi daginn þar á eftir alla leið á toppinn. Við erum í góðum höndum Simon er frábær fjallamaður og klifrari og svo er Henry Todd sem sér um aðstöðuna hér. Hann er einn sá stærsti í Everest leiðöngrunum og var m.a. '97 þegar okkar menn fóru á toppinn. Hann var að rifja upp um daginn að þegar þeir fóru upp var brjálað rok og þeir komu ekki niður í Suðurskarð kl. 19. Núna er fólk venjulega komið þangað kl. 15 þannig þeir hafa þurft að taka á því. Sherparnir okkar eru one of a kind 2 hafa tvö ár í röð farið tvisvar á Everest í sömu vikunni! Það þýðir upp niður og strax upp aftur, það er ofurmannlegt. En það má segja að þetta gæti ekki verið betra og svo 3 rétta máltíðir. Viðar rölti áðan niður í Pangboche til að fara í sturtu en við hinir bara búnir að chilla. Beztu kveðjur til allra á klakanum og ástar- til sumra.

Hæðaraðlögun 1. búðir

Ingvar að klifraJæja við erum komnir aftur í grunnbúðir, stöndum á blístri eftir 3 rétta máltíð sem endaði á skyrtertu!

Ótrúlegt að þetta skuli koma úr eldhúsi sem er staðsett í húsarúst. Fórum í fyrradag upp í efri grunnbúðir sem eru nú reyndar bara tvö tjöld sem við settum upp sjálfir deginum áður. Þær eru í 5.400 m. þaðan fórum við í gær upp í búðir eitt sem sherparnir okkar höfðu komið fyrir í 5.800 m. hæð. Viðar fékk mikinn hausverk þegar við komum þangað en það var orðið áliðið dags og ekki unnt að ná niður fyrir myrkur þannig að hann þurfti að vera uppi og átti svefnlitla nótt. Í morgun sneru Tony og Viðar niður í grunnbúðir en við Simon fórum næstum upp í Turninn sem er fyrsta erfiða klifrið á leiðinni. Þetta gekk mjög vel en myndatökugræjurnar sem ég er búinn að bera á bakinu allann tímann fóru að síga í. Það var gott að fá smá æfingu í að nota júmmara, það er svona græja sem  maður festir í klifurbeltið sitt og færir svo upp línu með hendinni. Júmmarinn læsist um línuna þannig að maður getur ekki dottið, skiljú.  Þið getið skoðað myndina stærri með því að smella á þessa.
Meira á morgun.

kveðja,
Viðar og Ingvar


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband