14.10.2007 | 23:22
Puja - blessunarathöfnin
Halló allir sem þetta lesa. Sólríkur dagur í dag - kannski af því að það var puja (púndja) athöfn. Það er athöfn framkvæmd af munki til að blessa leiðangurinn. Fullt af nammi og chang (hrísgrjónabruggi). Ég sagði í gær að við færum beint úr búðum eitt upp í þriðju, það er vegna þess að það er allt fullt af tjöldum í búðum tvö og ekki pláss fyrir fleiri. Skriðjökullinn fyrir ofan búðir þrjú lítur vel út - þar var slysið í fyrra þegar stærðar stykki hrundi niður og 6 klifrarar létu lífið. Þar á meðal einn Sherpi úr sama þorpi og okkar þannig að þeir vilja helst ekki gista þar, við teljum að okkur verið óhætt, það er búið að færa búðirnar neðar og sunnar. Við erum annars bara búnir að sitja og éta á okkur gat. Sem leiðir hugann að því sem við viljum vekja athygli á en það er starf Unicef meðal fátækra. Ísland er eitt af ríkustu löndum í heimi en Nepal meðal þeirra fimm fátækustu. Sumir segja að það sé barnalegt að vilja útrýma hungir og fátækt í heiminum. Líklega af því maður er barn þegar maður byrjar að hugsa um það, en það er ekkert að því að halda því áfram og það er unnt að leggja sitt af mörkum. Til dæmis með því að gerast heimsforeldri - þúsund kall á mánuði getur bjargað lífum. Nýjar tölur sem Unicef birti nýlega sýna að dregið hefur úr barnadauða í heiminum. Nú er áætlað að 9,7 milljónir barna deyji árlega miðað við 13 milljónir árið 1990. T.d. hefur dregið úr dauða barna úr mislingum í Afríku um 75% - með einfaldri bólusetningu. En hugsið ykkur 9,7 milljónir og þessi litlu kríli eru alls staðar eins. Ég er örugglega ekki sá eini sem tárast þegar maður sér minningargreinar um ungabörn í Mogganum - en sem betur fer er það ekki oft, en hugsið ykkur 9,7 milljónir. Jæja nóg um móralíseringar í bili en það er sunnu-dagur og svona. Íslendingar hafa brugðist vel við og nú eru yfir 13.000 heimsforeldrar og stjórnvöld hafa einnig studd dyggilega við bakið á Uncief á Íslandi sem var sett á laggirnar 2004. Það leiðir hins vegar hugann að því að Alþingi Íslendinga samþykkti árið 1971 að veita 0,7% af þjóðarframleiðslu í þróunaraðstoð nú 36 árum síðar er þetta hlutfall aðeins 0,35%. (gæti skeikað þetta er eftir minni). Kannski nýja stjórnin okkar breyti þessu - ha, Ingibjörg.
Jæja kannski maður haldi sig við klifrið campur eitt á morgun og svo áfram - ...
Guð blessi ykkur,
kveðja úr 15000 og 700 fetum frá Nepal.
Athugasemdir
Sælir bræður.
Gaman að fylgjast með þessu ævintýri ykkar.Vona að allt gangi að óskum og guð blessi ykkur.Verðið svo að koma í slátur á reynimelin og seiga sögur þegar þið komið heim.
KV,
Hákon
Hákon (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 00:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.